Um greiðsluþjónustu Blikk
Ef þú notar greiðsluþjónustu eins og hjá Blikk sem bæði sýnir reikningsupplýsingarnar þínar og/eða virkjar greiðslu fyrir þína hönd eru hér ýmsar leiðbeiningar og reglur um hvernig skal snúa sér þegar kemur að þjónustu og aðstoð við reikninga og greiðslur.
Um greiðsluþjónustu Blikk
Ef þú notar greiðsluþjónustu eins og hjá Blikk sem bæði sýnir reikningsupplýsingarnar þínar og/eða virkjar greiðslu fyrir þína hönd eru hér ýmsar leiðbeiningar og reglur um hvernig skal snúa sér þegar kemur að þjónustu og aðstoð við reikninga og greiðslur.
Reikningsupplýsingaþjónusta Blikk (AISP) gerir þér kleift að sjá upplýsingar frá öllum völdum reikningum þínum á einum stað.
Greiðsluvirkjunarþjónusta Blikk (PISP) gerir þér kleift að greiða söluaðilum beint af bankareikningnum þínum í stað þess að nota debet- eða kreditkortið þitt í gegnum þriðja aðila, eins og Visa eða MasterCard.
Að veita samþykki þitt fyrir þjónustu:
Blikk getur aðeins veitt þér þessar þjónustur hafi þú gefið okkur afdráttarlaust samþykki fyrir því að ná í reikningsupplýsingarnar og tengja ákveðinn reikning við Blikk til að virkja greiðslur til söluaðila.
Blikk tryggir öryggi greiðslna meðal annars með því að gera samninga við söluaðila sem skuldbinda sig til að stunda viðskipti á heiðarlega hátt og í samræmi við gildandi lög og reglur hverju sinni.
Þegar þú skráir þig í þjónustu Blikk er það markmið Blikk að gefa þér nægar upplýsingar svo þú skiljir að fullu í hverju þjónustan felst, hvað þú gefur samþykki fyrir og hvernig við tryggjum öryggi gagna þinna, meðal annars í skilmálum.
Blikk er með starfsleyfi frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands til að starfa sem reikningsupplýsingaþjónusta og greiðsluvirkjandi samkvæmt lögum nr. 114/2021 um greiðsluþjónustu.
Ef þú hefur einhverja fyrirspurn eða kvörtun vegna þjónustu Blikk eru hér nánar upplýsingar um meðferð kvartana.