Stjórnarháttayfirlýsing

Stjórnarháttayfirlýsing

Inngangur

Blikk hugbúnaðarþjónusta hf. (hér eftir “Blikk”) leggur áherslu að uppfylla í hvívetna ákvæði laga og tekur yfirlýsing þessi mið af lögum um hlutafélög, lögum um fjármálafyrirtæki, samþykktum félagsins, starfsreglum stjórnar og leiðbeiningum um góða stjórnarhætti útgefnum af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq Iceland.

Eins og fram kemur í framangreindum leiðbeiningum eru góðir stjórnarhættir ætlaðir til að styrkja innviði fyrirtækisins og efla traust almennings gagnvart viðskiptalífinu. Ennfremur leggur stjórn Blikk áherslu á að gagnsæi og upplýsingagjöf til hluthafa, fjárfesta og annarra hagaðila sé ávallt til staðar.

Meginhlutverk og skyldur stjórnar

Stjórn Blikk fer með æðsta vald í málefnum félagsins á milli hluthafafunda. Stjórnin annast til um að skipulag félagsins og starfsemi sé jafnan í réttu og góðu horfi. Þá stuðlar hún að viðgangi félagsins og langtímaárangri og hefur eftirlit með daglegum rekstri þess.

Stjórn mótar stefnu, markmið og áhættuviðmið félagsins ásamt framkvæmdastjóra. Þá skal stjórn sjá til þess að virkt innra eftirlit sé til staðar, að félagið starfi í samræmi við gildandi lög og reglur, ásamt því að sjá um að gæta hagsmuna allra hluthafa án mismunar. Stjórn sér um skipun löggilts endurskoðanda félagsins og regluvarðar sem gegna hlutverki í innra eftirliti og áhættustjórnun félagsins.

Stjórn sér um ráðningu framkvæmdastjóra. Framkvæmdastjóri félagsins er Bjarni Gaukur Sigurðsson.

Stjórn Blikk skipa þrír stjórnarmenn ásamt varamanni. Stjórnarformaður félagsins er Hákon Stefánsson, meðstjórnendur eru Reynir Finndal Grétarsson og Ragnar Páll Dyer og varamaður stjórnar er Ester Sif Harðardóttir. Firma rita tveir stjórnarmenn saman.

Stjórn Blikk heldur stjórnarfundi mánaðarlega þar sem farið er yfir helstu verkefni, markmið og stefnur félagsins og ákvarðanir stjórnar og stjórnenda félagsins. Stjórn vinnur í samræmi við starfsreglur stjórnar og starfskjarastefnu félagsins. Stjórn leggur einnig reglulegt mat, árlegt hið minnsta, á árangur félagsins í heild, eigin störf og störf framkvæmdastjóra.

Framkvæmdastjóri annast daglegan rekstur félagsins í samræmi við stefnu og fyrirmæli stjórnar og skal tryggja að upplýsingagjöf um fjármál, uppbyggingu og rekstur félagsins til stjórnar sé til staðar sem hún miðlar til hluthafa.

Stjórn skipuleggur aðalfund félagsins þar sem hluthafar geta beitt ákvörðunarvaldi sínu og komið sjónarmiðum sínum á framfæri. Hluthafar fara með ákvörðunarvald sitt á hluthafafundi sem fer með æðsta vald í málefnum félagsins.

Stofnendur Blikk eru félögin Íslex ehf. og InfoCapital ehf. sem er í eigu Reynis Finndals Grétarssonar.

Yfirlýsing þessi skal endurskoðuð árlega ásamt því að vera aðgengileg viðskiptavinum á vefsvæði Blikk www.blikk.tech.


Samþykkt af stjórn Blikk hugbúnaðarþjónustu hf., júlí 2024.

hafðu samband

Ekki hika við að senda okkur línu ef þú ert með spurningar eða athugasemdir!
Við svörum fyrirspurnum eins fljótt og hægt er.

hafðu samband.

Ekki hika við að senda okkur línu ef þú ert með
spurningar eða athugasemdir!
Við svörum fyrirspurnum eins fljótt og hægt er.