Óheimilar greiðslur og endurkröfur

Óheimilar greiðslur og endurkröfur

Óheimilar greiðslur af reikningnum þínum:

Ef þú sérð greiðslu af reikningnum þínum sem þú veittir ekki heimild fyrir skaltu hafa samband við bankann þinn eins fljótt og auðið er og krefjast endurgreiðslu.

Þú ættir að hafa samband við bankann þinn jafnvel þó þú hafi notað Blikk til að greiða.

Um endurkröfur á óheimilum greiðslum eða ranglega framkvæmdum greiðslum gilda lög nr. 114/2021 um greiðsluþjónustu og samkvæmt þeim metur bankinn þinn hvort tilefni sé til endurgreiðslu. Ef svo er þá á hann að endurgreiða þér eigi síðar en við lok næsta dags frá því þú tilkynnir um greiðsluna.

EF sterk sannvottun (t.d. rafræn skilríki, lífkenni, PIN númer) hjá notanda var framkvæmd áður en greiðsla er gerð eru þó miklar líkur á því að bankinn meti greiðsluna sem heimilaða.

Meira um endurkröfur til bankans:
Kynntu þér betur hvernig á að krefjast endurgreiðslu hjá þínum banka, hvers vegna endurgreiðslu gæti verið hafnað og hvað á að gera ef þú hefur verið blekkt/ur til að greiða inn á svindlreikning.

Í flestum tilfellum er aðeins hægt að taka fjármuni af bankareikningnum þínum ef þú hefur heimilað viðskiptin. En ef þú tekur eftir greiðslu af reikningnum þínum sem þú leyfðir ekki, hafðu strax samband við bankann þinn.

Þegar þú hefur tilkynnt bankanum þínum um óheimila greiðslu, átt þú ekki bera ábyrgð á öðrum óheimilum greiðslum sem gætu átt sér stað. Nema þú hafir framkvæmt sviksamlega greiðslu.

Ef þú borgaðir óvart röngum aðila, eða þú varst rukkaður um meira en búist var við fyrir þjónustu, hafðu einnig samband við bankann þinn eða söluaðila.

Að fara fram á endurgreiðslu:
Ef þú heimilar ekki greiðslu ættirðu að biðja bankann þinn um endurgreiðslu. Endurgreiðslan ætti að vera á reikningnum þínum í lok næsta virka dags ásamt gjöldum og vöxtum sem þú greiddir vegna viðskiptanna og miðast við sama gildisdag og fjárhæðin var skuldfærð.

Að setja fram kröfu um ranga endurgreiðslu vísvitandi teljast þó til svika sem bankinn þinn hefur heimild til að kæra til lögreglu.

Á hvaða grundvelli er hægt að hafna endurgreiðslu:

  • Bankinn þinn getur aðeins neitað að endurgreiða óheimila greiðslu ef:
  • Hann getur sannað að þú hafir heimilað greiðsluna.
  • Hann getur sannað að þú hafir framið svik.
  • Hann getur sannað að þú hafir af ásetningi eða stórfelldu gáleysi ekki tekið til nauðsynlegra varúðarráðstafana til að tryggja öryggi persónubundinna öryggisskilríkja þinna.
  • Þú tilkynntir ekki bankanum þínum um óheimila greiðslu fyrr en 13 mánuðum að greiðslan átti sér stað.
  • Ef þú sinntir ekki skyldum þínum samkvæmt skilmálum greiðsluþjónustunnar eða kortasamtakanna ef við á.
 

Endurgreiðsla hjá söluaðila:
EF þú hefur greitt fyrir vöru eða þjónustu hjá söluaðila og vilt fá endurgreiðslu af því til dæmis vara er gölluð eða þú telur þig eiga skilarétt samkvæmt skilmálum söluaðila þá ættir þú að hafa samband við söluaðilann fyrst og svo bankann þinn.

Um réttindi og skyldur neytenda í neytenda- eða þjónustukaupum gilda lög um neytendakaup nr. 48/2003 og lög um þjónustukaup nr. 42/2000.