Meðferð kvartana og réttarúrræði
Að leggja fram kvörtun:
Ef þú telur að þú hafir fengið ósanngjarna meðferð eða þú ert óánægður með þá þjónustu sem þú hefur fengið getur þú haft beint samband við okkur hjá Blikk með því að senda fyrirspurn eða kvörtun hér.
Greiðsluþjónustuveitendur eins og Blikk verða að svara kvörtun þinni innan fjögurra vikna, nema sérstakar aðstæður séu fyrir hendi sem heimila lengri tíma.
Blikk hefur sett sér stefnu um meðhöndlun kvartana í samræmi við reglur um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti, samskipti við viðskiptavini og meðhöndlun kvartana nr. 353/2022. Stefnuna má sjá hér – eða segja á vefsíðunni undir Stefnur og skilmálar.
Þegar þú leggur fram kvörtun á vefsíðu Blikk telst hún móttekin frá þeim tíma. Ef hún berst með tölvupósti eða símtali skal Blikk staðfesta móttöku hennar og upplýsa þig um stöðu mála. Ef þörf er á frekari upplýsingum frá þér mun Blikk hafa samband. Blikk mun síðan svara þér á skýran hátt og ef kvörtun þín er ekki tekin til greina skal fylgja rökstuðningur.
Ef kvörtun þín snýst um eitthvað sem bankinn þinn hefur gert (til dæmis ef hann neitaði að endurgreiða óheimila greiðslu) ættirðu að hafa samband við bankann til að leggja fram kvörtun.
Ef þú ert ósátt/ur við svar bankans getur þú nýtt þér eftirfarandi önnur réttarúrræði.
Önnur réttarúrræði
Úrskurðarnefnd um viðskipti við fjármálafyrirtæki
Ef þú ert ósátt/ur við svör bankans þíns, bankinn hafnar kröfu þinni eða þú færð ekkert svar innan fjögurra vikna, getur þú beint kvörtun þinni til Úrskurðarnefndar um viðskipti við fjármálafyrirtæki. Úrskurðarnefndin fjallar um ágreining viðskiptamanns við lánastofnanir eins og banka, sparisjóði og lífeyrissjóði.
Heimilisfang Úrskurðarnefndarinnar er Guðrúnartún 1, 105 Reykjavík. Tölvupóstur fjarmal(at)nefndir.is og sími 578-6500. Nánari upplýsingar og eyðublöð má finna á vefsíðu nefndarinnar www.nefndir.is/fjarmala
Upplýsinga- og leiðbeiningaþjónusta Fjármálaeftirlitsins
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands býður upp á upplýsinga- og leiðbeiningaþjónustu um hvaða úrræði þú gætir átt til að ná fram rétti þínum, m.a. hvaða aðilar fari með úrskurðarvald í málefnum þínum og aðrar almennar leiðbeiningar.
Erindi skal senda rafrænt hér eða senda fyrirspurnir á tölvupóstinn sedlabanki(at)sedlabanki.is, vefsíða www.fme.is
Neytendastofa
Ef þú telur að brotið hafi verið á réttindum þínum sem neytandi getur þú beint kvörtun til Neytendastofu sem hefur eftirlit með viðskiptalífinu og réttindum neytenda.
Heimilisfang Neytendastofu er Borgartún 29, 105 Reykjavík. Tölvupóstur postur(at)neytendastofa.is, sími 510-1100 og vefsíða www.neytendastofa.is
Dómstólar
Þú getur leitað réttar þíns fyrir dómstólum landsins í samræmi við lög um meðferð einkamála nr. 91/1991. Nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni dómstólanna www.domstolar.is
hafðu samband
Ekki hika við að senda okkur línu ef þú ert með spurningar eða athugasemdir!
Við svörum fyrirspurnum eins fljótt og hægt er.
hafðu samband
Ekki hika við að senda okkur línu ef þú ert með
spurningar eða athugasemdir!
Við svörum fyrirspurnum eins fljótt og hægt er.