Blikk er fyrsta greiðslulausn á Íslandi sem byggir alfarið á millifærslum sem gerast í rauntíma.
Með Blikk getur þitt fyrirtæki sent greiðslubeiðni beint úr sölukerfinu þínu hvort sem um er að ræða kassakerfi, vefverslun, smáforrit (app) eða bókhaldskerfi.
Ólíkt hefðbundnum greiðslulausnum sem byggja á hefðbundnum greiðslukortum eru engir milliliðir þegar greitt er með Blikk. Með því að fjarlægja þá fjölmörgu milliliði sem koma að greiðslum með debet- eða kreditkortum getur Blikk lækkað kostnað við greiðslumiðlun umtalsvert og komið greiðslunni til skila á í rauntíma í stað þess að móttakandi greiðslu þurfi að bíða eftir greiðslunni í allt að 30 daga.