Lausnir fyrir söluaðila sem vilja taka á móti greiðslum þegar greiðandi er á staðnum eins og t.d. í verslun. Hægt er að velja blikk með tengingu við afgreiðslukerfi eða sem frístandandi lausn.
Afgreiðslukerfi
Viðskiptavinur velur að borga með blikk
01
Starfsmaður velur blikk í afgreiðslukerfi
02
Viðskiptavinur skannar QR kóða eða setur símann upp að NFC merki og samþykkir greiðslu
*Við erum að vinna að tengingum við flest afgreiðslukerfi og höfum þegar tengst nokkrum, endilega hafðu samband við okkur á hallo@blikk.tech fyrir nánari upplýsingar.
Frístandandi
Viðskiptavinur er með blikk appið og velur að borga með blikk
01
Starfsmaður fer inn í frístandandi lausn blikk, slær inn upphæð og ýtir á “blikka”
02
Viðskiptavinur fer í blikk appið, skannar QR kóða eða setur símann upp að NFC (contactless) merki og samþykkir greiðslu
Lausnir fyrir söluaðila sem vilja taka á móti blikk greiðslum á netinu. Hægt er að setja upp blikk sem greiðslumáta á vefsíðum eða í smáforritum (öppum) seljanda.
greiðslugátt
Sérsniðin lausn fyrir stærri vefverslanir og smáforrit.
Viðskiptavinur fer í gegnum allt kaupferlið innan þinnar vefverslunar.
tenging við vefverslunarkerfi
Hentugt fyrir þá sem nota vefverslunarkerfi.
Viðskiptavinur verslar á þinni vefverslun og gengur svo frá kaupum á öruggri síðu Blikk.
Þegar greiðslu er lokið fer viðskiptavinur aftur yfir á þína vefverslun.
*Við erum að vinna að tengingum við flest vefverslunarkerfi, endilega hafðu samband við okkur á hallo@blikk.tech fyrir nánari upplýsingar.
Greiðslutenglar
(Blinkar)
Lausnir fyrir söluaðila sem hafa einfalt vöruframboð eða vilja geta sent greiðslubeiðni beint á viðskiptavin. Seljandi slær inn vöruupplýsingar og verð á þjónustuvef/í frístandandi viðmóti og býr til “blink”. Viðskiptavinur gengur frá greiðslu á öruggu viðmóti blikk
blinkar
blinkar eru hentugir fyrir þá sem hafa einfalt vöruframboð og vilja geta haft greiðslubeiðni aðgengilega í formi QR kóða/hlekk eða senda beint á símanúmer/netfang viðskiptavina sinna.
Þú slærð inn vöruupplýsingar og verð á þjónustuvef/í frístandandi viðmóti og sendir greiðslubeiðni á viðskiptavin. Viðskiptavinur gengur frá greiðslu á öruggu viðmóti blikk.
Vill þitt fyrirtæki gerast blikkari? Við tökum fagnandi á móti söluaðilum af öllum stærðum og gerðum!
Í samstarfi við CreditInfo bjóðum við upp á fljótlegt og einfalt umsóknarferli þar sem prókúruhafar fyrirtækja sækja um blikk fyrir sitt fyrirtæki á einungis nokkrum mínútum.
Smelltu á hnappinn fyrir neðan og fylltu út rafræna umsókn svo þú getir byrjað að taka á móti Blikk greiðslum á þínum sölustað.
Við tökum fagnandi á móti söluaðilum af öllum stærðum og gerðum!
Vill þitt fyrirtæki gerast blikkari?
Í samstarfi við CreditInfo bjóðum við upp á fljótlegt og einfalt umsóknarferli þar sem prókúruhafar fyrirtækja sækja um blikk fyrir sitt fyrirtæki á einungis nokkrum mínútum.
Smelltu á hnappinn fyrir neðan og fylltu út rafræna umsókn svo þú getir byrjað að taka á móti blikk greiðslum á þínum sölustað.
blikk er ný alíslensk reikning-í-reikning greiðslulausn sem byggir á millifærslum í rauntíma. Með því að fjarlægja milliliði er blikk umtalsvert ódýrari greiðsluleið en kortagreiðslur.
Sjóðstreymi í rauntíma & dýpri gögn
Uppgjör greiðslu á sér stað um leið og sala er kláruð. Afgreiðsla og greiðsluferli renna saman sem býður söluaðilum upp á að búa til sterkara og persónulegra samband við sína viðskiptavini.
Öryggi & nýsköpun
Greiðslur eru auðkenndar á öruggan hátt sem dregur úr líkum á svikum. blikk byggir á nýlegum reglubreytingum innan Evrópusambandsins (PSD2) sem eru grundvöllur fyrir samkeppni og nýsköpun í fjármálaþjónustu.
Blikk hugbúnaðarþjónusta hf. er með starfsleyfi og sætir eftirliti frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands sem greiðslustofnun samkvæmt lögum nr. 114/2021 um greiðsluþjónustu sem greiðsluvirkjandi og reikningsupplýsingaþjónusta.
Hverjir eru að blikka?
augnablikk
Skráðu þig á póstlistann og vertu í lúppunni varðandi fréttir og uppfærslur frá blikk
augnablikk
Skráðu þig á póstlistann og vertu í lúppunni varðandi fréttir og uppfærslur frá blikk
hafðu samband
Ekki hika við að senda okkur línu ef þú ert með spurningar eða athugasemdir! Við svörum fyrirspurnum eins fljótt og hægt er.