Stefna um
meðhöndlun kvartana

Blikk hugbúnaðarþjónusta hf. leggur áherslu að stunda eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og eiga í góðum samskiptum við notendur þar sem fyrirspurnir og kvartanir þeirra eru meðhöndlaðar á viðeigandi hátt.

Stefna um meðhöndlun kvartana

Blikk hugbúnaðarþjónusta hf. leggur áherslu að stunda eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og eiga í góðum samskiptum við notendur þar sem fyrirspurnir og kvartanir þeirra eru meðhöndlaðar á viðeigandi hátt.

Inngangur

Blikk hugbúnaðarþjónusta hf. (hér eftir “Blikk”) leggur áherslu að stunda eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og eiga í góðum samskiptum við notendur þar sem fyrirspurnir og kvartanir þeirra eru meðhöndlaðar á viðeigandi hátt.

Stefna þessi er sett með það að markmiði að stuðla að gagnsæi, trausti og trúverðugleika Blikk sem greiðslustofnun á fjármálamarkaði og tryggja það að Blikk uppfylli í hvívetna ákvæði laga og reglna um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti sem hafa það sama markmið.

Stefna þessi gildir fyrir alla starfsemi Blikk, stjórnarmenn og sérhvern starfsmann. Stefnan er sett til að tryggja það að meðhöndlun kvartana viðskiptavina sé skjót, skilvirk og sanngjörn.

Stefna þessi er byggð á reglum nr. 353/2022 um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti, samskipti viðskiptavina og meðhöndlun kvartana, lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og lögum nr. 114/2021 um greiðsluþjónustu.

Meðhöndlun kvartana

Almennt
Með kvörtun er átt við hvers kyns athugasemd til Blikk um til að mynda óánægju með þjónustu, afgreiðslu mála eða hvernig staðið hefur verið að þjónustu.

Blikk skuldbindur sig til að tryggja að kvartanir viðskiptavina séu meðhöndlaðar á þann hátt að hagsmunir viðskipta séu í fyrirrúmi, gagnsæi sé til staðar í meðhöndlun þeirra, upplýsingaskyldu gagnvart viðskiptavini sé sinnt og þeim leiðbeint um viðeigandi úrræði með kvartanir sínar.

Blikk setur sér verklagsreglur um hvernig meðferð og viðbrögð við kvörtunum skulu vera, svörun og innra eftirlit.

Þjónusta Blikk
Sérhver þjónusta sem varðar hagsmuni aðila felur óhjákvæmilega í sér hættu á að athöfn eða athafnaleysi sem tengist starfsemi geti átt sér stað sem veldur óánægju með þjónustu eða afgreiðslu mála. Með stefnu þessari skuldbindur Blikk sig til að gera allt sem á því valdi stendur til að lágmarka slíka hættu og bregðast við af fagmennsku og kostgæfni komi til slíkra atvika.

Persónuvernd
Blikk skal tryggja að söfnun gagna í tengslum við meðhöndlun kvartana samræmist ávallt ákvæðum laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Við meðferð kvartana eru persónuupplýsingum einstaklinga safnað og unnið með þær í þeim tilgangi að framfylgja ákvæðum laga og stefnu þessari. Vinnslan skal vera í samræmi við framangreind lög og einungis fara fram þegar málefnalegar ástæður eru fyrir hendi og hún er nauðsynleg í því skyni að sinna þjónustunni.

Frekari upplýsingar um vinnslu og varðveislu persónuupplýsinga hjá Blikk má nálgast í persónuverndarstefnu félagsins.

Ábyrgð og eftirlit
Stjórn Blikk ber ábyrgð á að viðeigandi reglur, innri ferlar, kerfi og verklag séu til staðar í starfsemi Blikk. Framkvæmdastjórar skulu tryggja að framangreindar reglur séu miðlaðar til starfsmanna Blikk og að starfað sé í samræmi við þær.

Í daglegri starfsemi hefur þjónustuver Blikk, sem heyrir undir rekstrarstjóra, umsjón með meðhöndlun kvartana, veitir ráðgjöf, vaktar og greinir kvartanir sem berast ásamt því að grípa til viðeigandi ráðstafana í samræmi við stefnu þessa og verklagsreglur. Regluvörður kemur þó einnig að meðhöndlun kvartana ef þörf þykir og skal hann þá vinna þær í samstarfi við starfsmenn Blikk á rekstrarsviði. Rekstrarstjóri skal einnig gæta þess að haldið sé utan um skjalfest ferli um meðferð kvartana og skrá allar fyrirspurnir og kvartanir.

Regluvörður Blikk sinnir eftirliti með að stefnu þessari sé fylgt og gerir árlega úttekt ásamt því að skila skýrslu til Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands um meðhöndlun kvartana.

Stefna þessi skal vera aðgengileg viðskiptavinum á vefsíðu Blikk.

Ábyrgðaraðili: Regluvörður

Samþykkt af stjórn Blikk hugbúnaðarþjónustu hf., apríl 2024.

hafðu samband

Ekki hika við að senda okkur línu ef þú ert með spurningar eða athugasemdir!
Við svörum fyrirspurnum eins fljótt og hægt er.

hafðu samband.

Ekki hika við að senda okkur línu ef þú ert með
spurningar eða athugasemdir!
Við svörum fyrirspurnum eins fljótt og hægt er.